Stefna

 

Kanon arkitektar leggja áherslu á vönduð og traust vinnubrögð.
Markmið fyrirtækisins er að vinna að góðri byggingarlist og skipulagi.

Í gæðastefnu fyrirtækisins kemur fram að:

 • Að í starfsemi fyrirtækisins sé góð byggingarlist höfð að leiðarljósi, þar sem fagurfræði og notagildi fara saman og hugkvæmni beitt til að ná sem bestri úrlausn verkefna.
 • Að þjónusta Kanon arkitekta uppfylli sem best væntingar viðskiptavina.
 • Að huga að sjónarmiðum notenda.
 • Að lausnir séu í samræmi við eðli verkefnisins.
 • Að innra umhverfi fyrirtækisins sé gott og stuðli að samheldni ánægju og þátttöku starfsmanna í framkvæmd gæðastefnu fyrirtækisins.
 • Að fara að kröfum og bæta stöðugt virkni gæðastjórnunarkerfis.
 • Að sjálfbærni sé höfð að leiðarljósi og neikvæðum umhverfisáhrifum sé haldið í lágmarki.

Kanon arkitektar vinna í samræmi við gæðakerfi.  Fyrirtækið hefur komið upp, skjalfest og innleitt gæðastjórnunarkerfi, viðheldur og vinnur að stöðugum umbótum á því, í samræmi við staðalinn ISO 9001:2015.

Fyrirtækið hefur gert það sem hér er lýst, til að innleiða gæðastjórnunarkerfi:

 • Fundið og afmarkað þau ferli sem nauðsynleg eru fyrir gæðastjórnunarkerfið og beitingu þess.
 • Ákvarðað röð og samverkan ferla.
 • Ákvarðað viðmið og aðferðir sem þörf er á til að starfræksla og stýring ferla sé virk.
 • Tryggt að fyrir hendi séu nauðsynlegar auðlindir og upplýsingar til stuðnings við starfrækslu og vöktun ferla.
 • Komið á starfsháttum þar sem ferlin eru vöktuð, mæld og greind.
 • Innleitt aðgerðir sem nauðsynlegar eru til að ná tilætluðum árangri og stöðugum umbótum á þessum ferlum.

Fyrirtækið hefur stjórn á þeim ferlum sem kunna að vera hýstir utan fyrirtækisins og er stýringin tilgreind í gæðastjórnunarkerfinu.

Þann 16. apríl 2016 fengu Kanon arkitektar vottun Vottunar hf. um að gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins uppfylli kröfur ÍST EN ISO 9001 staðalsins.

Vottunin nær til arkitektahönnunar mannvirkja, skipulagsgerðar, landslagsarkitektúrs og almennrar arkitektaráðgjafar.

Vottunarskjalið