Betri borgarbragur
Rannsóknarverkefni 2009-2013
Betri borgarbragur (BBB) er rannsóknarverkefni nokkurra arkitektastofa, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Háskóla Íslands. Verkefnið er styrkt af Tækniþróunarsjóði Rannís (Öndvegisstyrkur).
Eitt af markmiðum verkefnisins er að móta leiðir til að hafa áhrif á skipulagsmál til framtíðar, skilgreina verkfæri til að bæta byggt umhverfi og stuðla að vistvænni og sjálfbærri byggð. Skilgreint er hvað felst i hugtakinu „umhverfisvænt og sjálfbært byggt umhverfi “ fyrir íslenskar aðstæður, staða mála hérlendis metin og bent á leiðir til úrbóta.
Að verkefninu standa, auk Háskóla Íslands:
Arkitektúra,
ASK arkitektar,
GlámaKím Arkitektar,
Hús og Skipulag,
Kanon arkitektar,
Nýsköpunarmiðstöð Íslands
og Teiknistofan Tröð.
Greinargerð Á að þétta byggðina?
Greinargerð Gæðamat í byggðu umhverfi
Greinargerð Sjálfbærni á höfuðborgarsvæðinu